Heitt á Kanaríeyjum. Hitinn þessa dagana nær allt að 38 gráðum á Gran Canary og 34 gráðum á Tenerife. Ekkert lát virðist vera á hitabylgjum við eyjaklasann og töluverður viðbúnaður á eyjunum vegna t.d eldhættu og þeirri staðreynd að sjúkrahúsin lenda í miklu álagi vegna ofþornunar ferðamanna. Það er mikilvægt að hafa það í huga að taka inn salt og steinefni daglega ef þú ætlar að skella þér í sólina.
Nú segir í fréttum á Tenerife að Ryanair bjóði upp á lægri fargjöld heldur en í fyrra, eða um 15% lægri fargjöld. Það er víðar en á Íslandi þar sem samdráttur er í flugi og engin undantekning með þennan flugrisa. Það kemur þá ferðalöngum til góða að fargjöldin eru lægri.
Comments