Desember á Tenerife
Desember er algjörlega frábær mánuður á Tenerife, sólin skín og jólatónlistin hljómar út um allt. Fyrir ykkur sem eruð að koma til Tenerife um jólin þá mælum við með að þið pantið borð í tíma á veitingstöðunum sem ykkur langar á, það er brjálað að gera hér um jólin.
Páll Óskar
Pallaball verður á gamlárs- og nýárskvöld á St. Eugenes. Aðeins 300 miðar í boði á hvort kvöld en það er uppselt á gamlárskvöld og því aðeins lausir miðar á nýárskvöld.
Miðinn kostar 70 evrur og minnum á að það er 18 ára aldurstakmark á ballið.
Miðasalan fer fram hér:
Jóladagur á St. Eugenes
Drengirnir á St. Eugens, sem er að hluta til í eigu íslendinga, ætla að bjóða upp á hangikjöt, uppstúf og Ora fjölskylduna, ásamt spænsku útgáfunni af Malt&Appelsín, sem er bara nokkuð gott. Hangikjötsveislan verður í boði frá 13 til 15 og 18 til 20 á Jóladag. Einnig hefur heyrst að jólasveinninn ætli að kíkja í heimsókna og gleðja þá yngstu. Hægt að bóka sig hér:
Nýjar gönguferðir
En annars er búið að vera nóg að gera á Tenerife í haust og ljóst að Íslendingum þykir gott að kíkja í sólina á eyjuna fögru. Nú hafa litið dagsins ljós nýjar ferðir hjá okkur í viðbót við þær sem fyrir voru.
El Agujero
Augað, eða gatið “El Agujero” eins og hún (leiðin) heitir á spænsku.
Við sækjum ykkur á hótelið og þaðan liggur leiðin til Tamaimo, þar sem gangan byrjar í um 545 metra hæð. Gengið er niður dalin í 430 metra þar tekur við hækkun í 680 metra, við göngum þessa hækkun á okkar hraða.Þá birtist okkur dalurinn Guama og frábært útsýni,við þverum þennan dal og endum í ca 720 metra hæð förum yfir hrygginn og niður í gatið. Þar birtist okkur útsýnið sem aðeins fuglinn fljúgandi og flugmenn geta séð og reyndar þú líka.
Síðan er gengið til baka, keyrt til Los Gigantes þar er stoppað á frábærum útsýnisstað og klettarnir skoðaðir, þaðan sést gatið vel. Og ef einhver hefur áhuga á einum ísköldum þá verði honum að góðu :-)
Heildar kílómetrafjöldi göngunnar er 6,20. km og tekur sjálf gangan um 3. til 3,5. klukkustundir. Ferðin í heild er um 6. klukkustundir. Muna að taka með Taka nóg af vatni. Höfuðfat. Sólarvörn. Klæðast viðeigandi skóm!
Fararstjóri í göngunni er Óskar H Gíslason
Guaza fjallið
Önnur ný ganga er yfir Guaza fjallið í Los Cristianos. Við sækjum ykkur á Hótelið þó að
stutt leið sé að fara því gangan byrjar í enda Los Cristianos og förinni heitið á Guaza bæjarfjallið milli Los Cristianos og Palm Mar.
Gengið er upp sjó megin þar sem útsýnið er magnað yfir svæðin allt um kring og á móti okkur tekur virkilega skemmtileg gönguleið yfir til Palm Mar þar sem við njótum náttúrunnar í mjög svo fjölbreyttu friðlýstu svæði þar sem m.a. verður á vegi okkar námur, hellar, gil og fjölbreyttur gróður.
Þegar hinn fallegi og friðsæli bær Palm Mar birtist okkur þá fikrum við okkur niður hlíðina með viðkomu í helli áður en við löbbum strandlengjuna í Palm Mar í átt að Bahía Beach bar þar sem við ætlum að fá okkur ís kaldan drykk og njóta smá stund í mjög svo fallegu umhverfi.
Við höldum förinni áfram og löbbum í gegnum bæinn áður en við fikrum okkur upp hæðina við bæjarmörkin þegar komið er inn í Palm Mar og þegar upp er komið þá blasir við okkur sléttan upp á Guaza þar sem við löbbum í gegnum svæði þar sem mikil ræktun var hér áður fyrr og eins gamlar vatnsrásir og klárum svo gönguna með því að labba þægilegan stíg niður af fjallinu og til Los Cristianos.
Virkilega skemmtileg ganga í nær umhverfinu og hentar vel fjölskyldum sem hafa gaman af því að labba saman og hafa gaman.
Anna Birna Sæmundsdóttir er fararstjórinn í þessum göngum. Allt um gönguna hér:
.
ความคิดเห็น