Þegar kemur að stjörnuskoðun eru fáir staðir sem jafnast á við Tenerife, fjarri ljósmengun ferðamannasvæða. Frá árinu 2014 hefur himinninn yfir Teide þjóðgarðinum verið viðurkenndur sem „Starlight Destination“ í flokki ferðamannastaða af Starlight Foundation. Þessi titill vottar að hann uppfyllir ströng skilyrði um verndun náttúru og menningarverðmæta.
Frá Tenerife er hægt að fylgjast með 83 af 88 stjörnumerkjum, og það sem er svo magnað að maður getur líka skoðað stjörnumerkin sem tilheyra suðurhveli jarðar, eitthvað sem við norðurhjara fólkið sjáum ekki á himninum.
Himnesk fyrirbæri í Teide
Allt árið er hálfgerð sýning á himinum. Næturumhverfi Teide er tilvalið til að fylgjast með loftsteinaregni, þar sem Geminidarnir í desember eru ákafastir. Næstum í hverjum mánuði er loftsteinadrífa, eins og Quadrantids í janúar og Perseids í ágúst.
Kvöldin á Teide
Frá Ágúst mánuði verður boðið upp á ferðir hjá okkur upp í þjóðgarð, í 2300 m hæð, og farið í stjörnuskoðun. Meiriháttar upplifun fyrir þá sem vilja virða himinn fyrir sér. Nánar um ferðina á heimasíðunni okkar www.tenerifeferdir.is
Myndir úr stjörnuskoðunarferðum
コメント