Haust ferð til Tenerife
Við eigum nokkur laus sæti til Tenerife 12 til 19 október í vikuferð. Flogið með Icelandair og gist á H10 Las Palmeras. Kíktu á heimasíðuna okkar og tryggðu þér miða í sólina
12 flug á viku
Það fer að líða að hausti og ljóst að fjölmargir ferðalangar munu leggja leið sína til Tenerife í vetur. Flugfélögin búin að tilkynna, flest, um aukningu ferða. Okkur reiknast til að þegar mest er af fluginu þá séu hér 12 flug í viku.
Tvær nýjar gönguferðir
Undirbúningur fyrir haustið er heldur betur í gangi hjá okkur núna. Nýjar ferðir bætast í dagskránna okkar í október. Má þar nefna tvær nýjar göngur sem verða í boði þriðjudaga og fimmtudaga. Þæginlega göngur í næsta nágrenni við strandsvæðið. Önnur gangan yfir Guaza fjallið og yfir til Palm Mar og til baka auðvitað. Í hinni nýju gönguferðinni er gengið frá La Caleta og yfir til El Puertito. Stoppað á strandbarnum þar og möguleiki fyrir göngugarpa að hoppa í sjóinn af klettum ef þeir taka skýluna með. Ferðin endar svo í Playa Paraiso þangað sem farþegarnir verða sóttir.
Sumarið á Tenerife
Hér hefur verið verulega heitt síðustu tvo mánuði, júlí og ágúst, og lítur út fyrir að lítil breyting verði á í september. Með hitanum kemur fólk, mikið af fólki og hefur þetta sumar farið fram úr öllum væntingum hjá ferðageiranum á Tenerife. En eitt vandamál blasir þó við rétt eins og á Íslandi. Það vantar fólk í vinnu.
Vestfirðinga til Tenerife 12 til 19 október
Frábær ferð fyrir Vestfirðinga til Tenerife 12 til 19 október næstkomandi. Gísli Ægir Ágústsson verður fararstjóri ferðarinnar.
Heilmikið verður brallað og ljóst að gítarinn verður með í för. En hópurinn fer í siglingu, fer í ferðina Matur&Vín og svo í glæsilegan loka kvöldverð daginn fyrir brottför.
Það verður flogið með Icelandair og gist á skemmtilegu hóteli sem heitir H10 Las Palmeras.
Þetta er ferð sem enginn vestfirðingur ætti að láta framhjá sér fara.
Veitingastaður mánaðarins er svo Rosso Sul Mare í La Caleta.
Frábær Ítalskur veitingastaður sem er í La Caleta. Staðurinn opnaði 2006 og hefur allar götur síðan verið einn af bestu veitingastöðum eyjunnar.
Undirritaður hefur farið ósjaldan á þennan stað og gætt sér frábærum sjávarréttum sem þau bjóða upp á.
Rosso Sul Mare er einstaklega vel staðsettur í La Caleta, alveg við sjóinn og því hægt að bóka borð í sólsetrinu sem er oft á tíðum algjörlega magnað á þessi eyju.
Mikil og góð þjónusta á staðnum sem er svo sannarlega partur af upplifuninni.
Þetta er staður í fínni kantinum og nauðsynlegt að panta borð ef þú vilt prófa hann þennan.
Staðurinn fær 4.5 í einkunn af 5 mögulegum í einkunnagjöf á google og það erum meira 1000 manns sem hafa gefið staðnum sína einkunn.
Rosso Sul Mare fær 4.5 frá okkur í Tenerife Ferðum líka. ATH þetta er bara okkar mat.
Comments