Þegar það er sól og heitt höfum við öll löngun til að eiga eign nálægt strönd, en þessi forréttindi verða sífelt erfiðari þar sem fasteignaverð hefur hækkað gríðarlega að undanförnu, en eru enn staðir sem eru á viðráðanlegu verði?
Samkvæmt nýjustu skýrslu sem fasteignagáttin Idealista gaf út um fasteignaverð í apríl 2024 stendur meðalfermetraverðið á Tenerife nú í 2.680 evrur/m2 (402.000kr), sem er 18,7% hækkun miðað við apríl 2023. Hins vegar er hægt að finna hús nálægt ströndinni fyrir lægra verð.
Los Realejos, Güímar og Arafo eru nokkur þeirra sveitarfélaga sem bjóða upp á íbúðir á undir meðalverði.. Hins vegar er eitt sveitafélag (Los Silos) sem sker sig úr með lægsta meðalverðið, 1.329 €/m2 eða 199.000kr/m2
Meðalfermetraverð á Á STRANDSVÆÐUM Á TENERIFE:
(miðast við gengið 1€ = 150kr)
- Adeje: 3.919 €/m2. (589.000kr)
- Arona: 3.182 €/m2 (478.000kr)
- Santiago del Teide: 3.178 €/m2 (477.000kr)
- Puerto de la Cruz: 2.649 €/m2 (398.000kr)
- Candelaria: 2.050 €/m2 (308.000kr)
- El Rosario: 1.959 €/m2 (294.000kr)
- Arico: 1.669 €/m2 (250.000kr)
- La Orotava: 1.591 €/m2 (239.000kr)
- Güímar: €1.584/m2 (238.000kr)
- Granadilla de Abona: €1.518/m2 (228.000kr)
- Los Silos: 1.329 €/m2 (199.000kr)
Til viðmiðunar er meðalfermetraverð í Miðbæ Reykjavíkur/ Vesturbær – 752,000kr/m2
LOS SILOS:
Los Silos er á norðurhluta Tenerife nálægt Buenavista. Strandlengja þess nær nærri 5 kílómetra, þar er meðalhiti á ári er um 20°C, sem gefur milda vetur og ekki of heitt sumar. Með grýttri strandlengju ásamt nokkrum ströndum og laugum. Allt þetta ásamt góðu aðgengi er orðið að aðdráttarafl fyrir íbúa nágrannasveitarfélaga og ferðamenn sem koma til að njóta útsýnis og kyrrðar.
Comentários