Þá er komin ný gönguferð á dagskrá hjá okkur sem er alla fimmtudaga
Las Vegas
Gengið er frá litlur þorpi sem heitir Las Vegas og upp í hæðirnar sem tilheyra Abona sveitarfélaginu. Þarna var töluverður vatnsbúskapur á öldum áður hjá spánverjum og í rauninni er Las Vegas eitt fyrsta þorpið sem reis eftir komu þeirra til Tenerife.
Skemmtileg ganga í fjallshlíðunum, þar sem gengið er um göngustíga á suðaustur hluta Tenerife, gangan er 8 km og hentar flestum. Það er gengið í hlíðunum og því einhver hækkun, 280 metrar, en ekki erfið ganga sem slík. Mælum með að vera í góðum strigaskóm. Eftir gönguna setjumst við niður í almenningsgarði í Las Vegas og fáum okkur nesti sem fylgir með í verðinu. Einn ískaldur, vatn eða gos og loka, getur eiginlega ekki verið betra í lok göngunnar.
Comments