top of page
Search

Nýtt lestarkerfi á Tenerife - hér er það sem við vitum hingað til:




Ef verkefnið verður að veruleika er gert ráð fyrir að það kosti samtals 5,65 milljarða evra.


Ef þú ert reglulegur gestur á Tenerife, ertu líklega meðvitaður um einn af fáum göllum eyjarinnar er gott almenningssamgöngukerfi!






Ríkisstjórnin kynnti nýlega áætlanir um lestarkerfi vítt og breitt um eyjuna sem myndi gera aðgang að ströndum og fjöllum auðveldari, einnig minnka álagið á vegakerfinu.

En ekki búast við því fljótlega. Árið 2045 er áætlað það séu komnar upp fjórar nýjar leiðir sem samanstanda af um 80 kílómetrum af teinum. En vegna þess hve hæðótt Tenerife er, er áætlað að 22 km af þeirri leið liggi í gegnum jarðgöng.


Áætlað er að hver lest geti flutt um 450 farþega - og ferðist á 220 km hámarkshraða.


Vonast stjórnvöld til að með því að opna í áföngum gæti lestarþjónustan verið notuð af 7,5 milljónum farþegum strax árið 2040.


Hvað vitum við um hugsanlegar nýjar lestarlínur á Tenerife?

Þrátt fyrir 20 ára umræðu um uppfærslu innviða á eyjunni, þá eru hlutirnir nú loksins að komast af stað.


Framkvæmdir við lestarlínur eiga að hefjast í lok yfirstandandi kjörtímabils, sem verður árið 2027.


Verkefnið verður ekki ódýrt - áætlaður heildarkostnaður er upp á 5,65 milljarða evra.


Til að gera verkefnið gerlegra verður unnið að hverri einstakri járnbrautarlínu í áföngum.


„Í stað þess að þurfa 4 milljarða evra fyrirfram erum við að ræða að vinna þetta í áföngum sem krefjast 300 eða 400 milljóna evra, sem gerir verkefnið viðráðanlegra fjárhagslega,“ sagði Pablo Rodriguez, svæðisráðgjafi í opinberum framkvæmdum og samgöngum, við Daily Express dagblaðið.


Tiltölulega lítið er vitað um áætlanirnar og leiðarkerfi.


0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page