top of page
Search

TeneCast - Fyrsti þátturinn er kominn í loftið


Þá er haustið skollið á með íslendingum í sólar og skemmtunar leit. Við erum komin með allar ferðirnar í gang, eða 10 talsins og Fyrsti þáttur af TeneCastinu er kominn í loftið. Podcast með fréttum frá Tenerife, sögum af fólki og stemmningunni og ræða við í hverju TeneCasti við fólk sem hefur flutt til Tenerife. Það hafa allir sýna sögu og allar mjög forvitnilegar. Í þessu fyrsta TeneCasti heyrum við í Níels Hafsteinssyni sem flutti til Tenerife 2018. Stóð á tímamótum og langaði í breytingar. Eitthvað sem margir þekkja sem hafa flutt erlendis. Níels, eða Nilli eins og hann er kallaður var fljótur að koma sér í rekstur á eyjunni og fer aðeins yfir þetta með okkur í TeneCastinu í dag. Einni slógum við á þráðinn til hans Gísla í Vegamótum á Bíldudal. Hann ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni eru á leiðinni til Tenerife til að skemmta okkur Íslendingum á eyjunni. 

Skemmtunin verður á St. Eugenes föstudagskvöldið 4.október. 

Allar upplýsingar um skemmtunina á www.tenerifeferdir.is 





Núna þann 4.október heimsækja okkur í fjallið Fjallabræðurnir Halldór Gunnar Pálsson og Gísli Ægir "Vegamóta prins" Ágústsson. Þeir koma í Matur&Vín og taka lagið fyrir viðstadda en aðalmálið er kvöldvakan sem þeir félagar halda um kvöldið, 4.október, á St. Eugenes milli 20:00 og 22:00. Þar er ætlunin að ná landanum í hörku stuð og taka lagið saman. Allar frekari upplýsingar um skemmtunina er á heimasíðunni www.tenerifeferdir.is 


Smellið á vefslóðina hérna fyrir neðan til að hlusta á fyrst þátt TeneCast


En við vonum að  ykkur líki vel við


Kveðja

Svali og Auddi

0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page