TeneCast númer þrjú í röðinni hjá okkur. Í þessum þætti fengum við Önnu Kristjáns til að koma í spjall til okkar og ræða um lífið og tilveruna á Tenerife. Ræddum aðeins um ákvörðunina að flytja og þann möguleika á að flytja eitthvað annað og þá hvers vegna. Einnig ræddum við aðeins um þau mál sem eru í gangi hér á eyjunni. Það hefur farið mikið fyrir umræðu vegna mótmæla heimamanna gegn ferðamönnum. Það hefur haft töluverð áhrif á breska markaðinn en minna á þann íslenska. Veðurfarið síðustu vikurnar var til umræðu og auðvitað flugmálin til frá Íslandi. Ljóst að það er mjög mikilvægt fyrir okkur íslendinga að hafa tvö flugfélög til að hafa einhverja samkeppni.
top of page
bottom of page
Comments