Fólk kemur ekki bara til að sleikja sólina til Kanaríeyja, aldeilis ekki.
Í ár hafa yfir 2.500 úrvalsíþróttamenn eða 24% þátttakenda á komandi Ólympíuleikum í París, valið Kanaríeyjar til æfinga vegna loftlagsins og auðvitað aðstöðunnar sem er til mikillar fyrirmyndar á mörgum stöðum.
Tenerife Top Training hefur um árabil verið áfangastaður íþróttafólks í sund geiranum, blakinu, tennis og fótbolta. Mikið af heimsþekktu frjálsíþróttafólki fer á Ólympíuleikfanginn á Las Americas sem þeirra æfingarstað sérstaklega yfir vetrartímann þegar kalt er á meginlandinu.
Stórstjörnur í hjóla heiminum æfa mikið á Tenerife og má þar t.d nefna Tadej Pogacar, Jonas Vingegaard og fleiri sleggjur. Þeir hafa báðir unnið Tour de France.
En það er ekki bara Tenerife sem verður fyrir vali íþróttafólks, mikið af þríþrauta fólki fer til Lanzarote í æfingabúðir þar sem eru á heimsmælikvarða. Gran Canaria og La Palma koma líka töluvert við sögu hjá íþróttafólki.
Við hjá Tenerife Ferðum höfum undanfarin ár verið í miklu samstarfið við æfingamiðstöð Tenerife Top Training og sett saman þjálfunaraðferðir og menntaferðir fyrir íþróttafélög og skóla
Comentarios