Tipsý á Tene
Etum og drekkum í gamla bænum
Tipsý á Tene
-
Dagsetning: Þriðjudagar
-
Tími: 15:00 - 18:00
-
Heildar tími ferðar: 3 klst (ishh..)
-
Verð: 85€ +7% igic
Innifalið:
-
Smá réttir
-
Drykkir
-
Íslenskur fararstjóri
Athugið:
-
18 ára aldurstakmark
-
Athugið, ekki er sótt á hótel í þessa ferð mæting á skrifstofu Tenerife Ferða kl. 15.
-
Lámarks þáttaka er í þessa ferð (lágmark 6 þurfa að vera skráðir til þess að ferðin verði farinn).
Tipsý á Tene
3 klst. - 85€
Fararstjóri
Drykkir
Íslenska
Smáréttir
...og svo meira vín
Lýsing á ferð:
Hittumst á skrifstofu Tenerife Ferða kl 15:00 og fáum okkur fordrykk áður en lagt er af stað.
Eftir að hópurinn hefur hist og fengið sér drukk, þá höldum við gangandi inn í Los Cristianos. Heildar vegalengdin er 2.7 km sem við göngum í þessari ferð.
Við höldum sem leið liggur á Habibi sem er Líbanskur staður. Þar fáum við einn smárétt og tvo drykki. Þar er boðið upp á svokallaða brauðpizzu, rautt, hvítt eða bjór.
Næsta stopp er Jamon y Mojo sem er svona gourme skinku staður í Clle Suesia. Þar kynnumst við skinku af best gerð ásamt ostum frá Tenerife. Þetta er svo parað saman með tveimur mjög góðum rauðvínum.
Því næst göngum við gegnum göngugötunnar í gamla miðbænum og höldum sem leið liggur að ísbúð þar sem við fáum okkur ís (ís er ekki nammi). Ísinn er gerður á staðnum og ekki með neinum ónáttúrulegum efnum. Algjörlega geggjaður ís :-)
Að því loknum förum við á síðasta staðinn þar sem við fáum að smakka ekta Tenerife vín á litlu vínhúsi sem eru með 170 tegundir af léttvínum. Þar fáum við gæða rauðvín, rósavín og hvítvín til að gæða okkur á, ásamt þremur smáréttum.
Athugið að í þessa ferð er fjölda lágmark, það þurfa að lágmarki vera 6 skráðir þátttakendur til að af þessari ferð verði.